Monday, March 18, 2013

Vildi bara segja HALLÓ



..... og segja ykkur aðeins frá mér.


Ég heiti Berglind og er útskrifaður ljósmyndari frá Ljósmyndaskólanum.  Ég útskrifaðist þaðan fyrir um ári síðan en var þá svona útlítandi.... 




© Ragga

























svo ég tók mér ársfrí og er nú ég mætt aftur full af orku og tilbúin að mynda ykkur :-)


Ég er búin að vera gift yndislega Halldóri mínum í tæp 3 ár og á með honum tvo orkumikla gullmola, Heklu Sóleyju sem er 3 ára og Egil Snæ sem er tæplega 1 árs.  Okkur finnst gaman að ferðast og fara í tjaldútilegur.  Við förum líka mikið í sund og á sumrin erum við mikið útivið, hjólum eða förum í göngutúra.


Mér finnst gaman að mynda stóra sem smáa, náttúru, mat, tísku og öll þessi einstöku augnablik sem mæta mér í lífinu.  Mér finnst fjölbreytnin skemmtilegust og vil helst ekki festast í einhverju einu.

Ég er því opin fyrir öllum hugmyndum og get gefið ykkur verðtilboð í það sem ykkur vantar.


Að lokum kemur hér ein af unganum mínum frá því um jólin.  Hann er svo mikið yndi :-)



No comments:

Post a Comment