..... og segja ykkur aðeins frá mér.
Ég heiti Berglind og er útskrifaður ljósmyndari frá Ljósmyndaskólanum. Ég útskrifaðist þaðan fyrir um ári síðan en var þá svona útlítandi....
![]() |
© Ragga |
svo ég tók mér ársfrí og er nú ég mætt aftur full af orku og tilbúin að mynda ykkur :-)
Ég er búin að vera gift yndislega Halldóri mínum í tæp 3 ár og á með honum tvo orkumikla gullmola, Heklu Sóleyju sem er 3 ára og Egil Snæ sem er tæplega 1 árs. Okkur finnst gaman að ferðast og fara í tjaldútilegur. Við förum líka mikið í sund og á sumrin erum við mikið útivið, hjólum eða förum í göngutúra.
Mér finnst gaman að mynda stóra sem smáa, náttúru, mat, tísku og öll þessi einstöku augnablik sem mæta mér í lífinu. Mér finnst fjölbreytnin skemmtilegust og vil helst ekki festast í einhverju einu.
Ég er því opin fyrir öllum hugmyndum og get gefið ykkur verðtilboð í það sem ykkur vantar.
Að lokum kemur hér ein af unganum mínum frá því um jólin. Hann er svo mikið yndi :-)
No comments:
Post a Comment