Wednesday, March 20, 2013

Fríar myndatökur



Hæ hó,

mig hefur lengi langað til að gera svona ungbarnamyndir en hef ekki lagt í það ennþá.... en er ekki kominn tími til að prófa????  


Ég ætla allavega að auglýsa hér með eftir fólki sem á von á barni.  Ef þið viljið leyfa mér að taka myndir af barninu ykkar þá fáið þið myndatökuna og þær myndir sem heppnast vel frítt.  Myndirnar skilast fullunnar í lit og svarthvítu á geisladiski.


Svona mun myndatakan fara fram:


Barnið ykkar þarf að vera 2 vikna eða yngra.  Það er vegna þess að á fyrstu tveimur vikunum sofa börnin mikið og vel svo að auðvelt er að færa þau til og móta í alls konar stellingar.  

Barnið ræður algjörlega ferðinni í myndatökunni og fær að drekka og kúra þegar það vill, við erum því í algjörum rólegheitum og ekkert að flýta okkur.  
Þess vegna má reikna með að myndatakan geti tekið nokkra klukkutíma.  Ég reikna með 4-5 klukkutímum og vona að það dugi.

Til þess að það fari sem best um alla þá ætla ég að taka á móti ykkur heima hjá mér í Kópavoginum svo foreldrar geta látið fara vel um sig uppi í sófa á meðan ég tek myndirnar.


Ég vona að ykkur lítist vel á þetta.  Ég óska eftir allt að 5 börnum svo fyrstur kemur, fyrstur fær :-)


Vinsamlegast hafið samband í gegnum heimasíðuna mína www.berglindjack.com 


Í lokin ein mynd af unganum mínum sem vinkona mín hún Ragga tók þegar hún kom að hitta hann í fyrsta skipti




©Ragga


3 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Ég væri alveg til í myndatöku en á ekki að eiga fyrr en í ágúst þannig að það er eflaust of langt þangað til? En þú mátt hafa samband við mig ef þú ert ennþá að spá í þessu þá ;)

    bkv. Sunna Björg

    ReplyDelete
  3. Hæ Sunna,

    ég skal hafa þig í huga og ef ég er enn að æfa mig kalla ég í þig :-)

    Kveðja,
    Berglind

    ReplyDelete