... og stóð sig að sjálfsögðu eins og hetja, eins og öll litlu krílin sem hafa komið til mín.
Hann var nú ekki á því að sofa eða vera í þeim stellingum sem ljósmyndarinn vildi, en hann tók smá kríu og var tíminn notaður vel á meðan.
Undir það síðasta var hann þó alveg vaknaður og sko algjör sjarmör.
Tuesday, March 26, 2013
Monday, March 25, 2013
Ingibjörg Sól kom til mín í morgun í ungbarnamyndatöku.....
...... og hún var nú ekki alveg á því að láta taka myndir af sér.
Hún var ekki til í að sofa og vildi frekar skoða heiminn. Hún róaðist samt að lokum og við náðum að smella af henni nokkrum myndum.
Ingibjörg Sól er stekt nafn sem hæfir sér vel á þessari ákveðnu, ungu dömu :-)
Hér er ein úr töku dagsins;
Hún var ekki til í að sofa og vildi frekar skoða heiminn. Hún róaðist samt að lokum og við náðum að smella af henni nokkrum myndum.
Ingibjörg Sól er stekt nafn sem hæfir sér vel á þessari ákveðnu, ungu dömu :-)
Hér er ein úr töku dagsins;
Friday, March 22, 2013
Þessi prins kom í dag til mín...
.... og stóð sig rosalega vel. Hann svaf næstum því allan tímann en náði þó að prakkarast smá og kúkaði á 2 teppi :-)
Er í skýjunum yfir hvernig frumraunin tókst og held ótrauð áfram í næstu viku þegar ég fæ annan prins í heimsókn.
Hér er smá preview úr myndatöku dagsins;

Wednesday, March 20, 2013
Fríar myndatökur
Hæ hó,
mig hefur lengi langað til að gera svona ungbarnamyndir en hef ekki lagt í það ennþá.... en er ekki kominn tími til að prófa????
Ég ætla allavega að auglýsa hér með eftir fólki sem á von á barni. Ef þið viljið leyfa mér að taka myndir af barninu ykkar þá fáið þið myndatökuna og þær myndir sem heppnast vel frítt. Myndirnar skilast fullunnar í lit og svarthvítu á geisladiski.
Svona mun myndatakan fara fram:
Barnið ykkar þarf að vera 2 vikna eða yngra. Það er vegna þess að á fyrstu tveimur vikunum sofa börnin mikið og vel svo að auðvelt er að færa þau til og móta í alls konar stellingar.
Barnið ræður algjörlega ferðinni í myndatökunni og fær að drekka og kúra þegar það vill, við erum því í algjörum rólegheitum og ekkert að flýta okkur.
Þess vegna má reikna með að myndatakan geti tekið nokkra klukkutíma. Ég reikna með 4-5 klukkutímum og vona að það dugi.
Til þess að það fari sem best um alla þá ætla ég að taka á móti ykkur heima hjá mér í Kópavoginum svo foreldrar geta látið fara vel um sig uppi í sófa á meðan ég tek myndirnar.
Ég vona að ykkur lítist vel á þetta. Ég óska eftir allt að 5 börnum svo fyrstur kemur, fyrstur fær :-)
Vinsamlegast hafið samband í gegnum heimasíðuna mína www.berglindjack.com
Í lokin ein mynd af unganum mínum sem vinkona mín hún Ragga tók þegar hún kom að hitta hann í fyrsta skipti
![]() |
©Ragga
|
Monday, March 18, 2013
Vildi bara segja HALLÓ
..... og segja ykkur aðeins frá mér.
Ég heiti Berglind og er útskrifaður ljósmyndari frá Ljósmyndaskólanum. Ég útskrifaðist þaðan fyrir um ári síðan en var þá svona útlítandi....
![]() |
© Ragga |
svo ég tók mér ársfrí og er nú ég mætt aftur full af orku og tilbúin að mynda ykkur :-)
Ég er búin að vera gift yndislega Halldóri mínum í tæp 3 ár og á með honum tvo orkumikla gullmola, Heklu Sóleyju sem er 3 ára og Egil Snæ sem er tæplega 1 árs. Okkur finnst gaman að ferðast og fara í tjaldútilegur. Við förum líka mikið í sund og á sumrin erum við mikið útivið, hjólum eða förum í göngutúra.
Mér finnst gaman að mynda stóra sem smáa, náttúru, mat, tísku og öll þessi einstöku augnablik sem mæta mér í lífinu. Mér finnst fjölbreytnin skemmtilegust og vil helst ekki festast í einhverju einu.
Ég er því opin fyrir öllum hugmyndum og get gefið ykkur verðtilboð í það sem ykkur vantar.
Að lokum kemur hér ein af unganum mínum frá því um jólin. Hann er svo mikið yndi :-)
Útskriftarsýningin mín
2. febrúar 2012 | Fólk í fréttum | 196 orð | 1 mynd
Oft erfitt að ná réttu myndinni
Næstkomandi laugardag kl. 16 munu útskriftarnemar Ljósmyndaskólans opna sýningu á Laugavegi 95 og stendur hún til 12. febrúar.
Næstkomandi laugardag kl. 16 munu útskriftarnemar Ljósmyndaskólans opna sýningu á Laugavegi 95 og stendur hún til 12. febrúar. Útskriftarnemarnir eru fimm talsins, Berglind Jack Guðmundsdóttir, Björn Árnason, Brynjar Snær Þrastarson, Kolbrún Inga Söring og Ragnheiður Arngrímsdóttir, og eru viðfangsefni þeirra æði ólík.
„Björn tekur minimalískar og öðruvísi landslagsmyndir og Kolbrún er í sjálfsleit, er að takast á við sjálfsmyndina og sinn innri mann. Brynjar Snær er að gera bók um skemmtistaðinn Boston og á sýningunni er að finna myndir úr þeim tökum, af frægum og ófrægum einstaklingum,“ útskýrir Berglind. „Ég hef verið að einbeita mér að myndabönkum á netinu og er að safna mér í möppu til að sækja um að komast að hjá Getty Images. Ég sýni þær myndir en einnig myndir sem eru teknar af módelum á kafi í sundi. Að lokum er Ragnheiður að gera bók um íslenskt fólk sem er að gera eitthvað af mikilli ástríðu. Hún er með alls konar ólíka einstaklinga, t.d. Mugison og Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndara á Morgunblaðinu.“
Aðspurð játar Berglind því að það geti kostað blóð, svita og tár að ná rétta andartakinu. „Það þarf stundum mjög margar tökur og getur verið erfitt að ná réttu myndinni.“http://berglindjack.blogspot.com/p/press.html
Subscribe to:
Posts (Atom)