Á kafi Útskriftarsýningin stendur til 12. febrúar.















Ljósmynd/Berglind Jack Guðmundsdóttir



Næstkomandi laugardag kl. 16 munu útskriftarnemar Ljósmyndaskólans opna sýningu á Laugavegi 95 og stendur hún til 12. febrúar.
Næstkomandi laugardag kl. 16 munu útskriftarnemar Ljósmyndaskólans opna sýningu á Laugavegi 95 og stendur hún til 12. febrúar. Útskriftarnemarnir eru fimm talsins, Berglind Jack Guðmundsdóttir, Björn Árnason, Brynjar Snær Þrastarson, Kolbrún Inga Söring og Ragnheiður Arngrímsdóttir, og eru viðfangsefni þeirra æði ólík.
„Björn tekur minimalískar og öðruvísi landslagsmyndir og Kolbrún er í sjálfsleit, er að takast á við sjálfsmyndina og sinn innri mann. Brynjar Snær er að gera bók um skemmtistaðinn Boston og á sýningunni er að finna myndir úr þeim tökum, af frægum og ófrægum einstaklingum,“ útskýrir Berglind. „Ég hef verið að einbeita mér að myndabönkum á netinu og er að safna mér í möppu til að sækja um að komast að hjá Getty Images. Ég sýni þær myndir en einnig myndir sem eru teknar af módelum á kafi í sundi. Að lokum er Ragnheiður að gera bók um íslenskt fólk sem er að gera eitthvað af mikilli ástríðu. Hún er með alls konar ólíka einstaklinga, t.d. Mugison og Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndara á Morgunblaðinu.“
Aðspurð játar Berglind því að það geti kostað blóð, svita og tár að ná rétta andartakinu. „Það þarf stundum mjög margar tökur og getur verið erfitt að ná réttu myndinni.“http://berglindjack.blogspot.com/p/press.html