Friday, April 19, 2013

Props

Nú leita ég logandi ljósi að aukahlutum eða props fyrir myndatökurnar mínar, þá sérstaklega finnst mér skemmtilegt að vera með svona props í barna- og ungbarnamyndatökum svo leit mín miðast augljóslega við það.

Hérna eru nokkrar myndir með því sem mig langar svakalega mikið í;



Gamlir kók eða pepsi kassar
Gamalt dúkkurúm, þarf ekki að
líta alveg eins út og þetta


Vagn
Gömul vog


Fata eða jafnvel enn betra er bali
Flottur rugguhestur, hentar líka
vel fyrir stærri börnin

Gamlar ferðatöskur, mega
vera allskonar á litinn

Aðrar hugmyndir að flottum aukahlutum eru;

Gamall dúkkuvagn
Gamalt koffort
Kassabíll
Sparkbíll úr tré (veit ekki hvort er til)
Önnur tréleikföng


Athugið: Myndir fengnar "að láni" af netinu.

No comments:

Post a Comment