Wednesday, August 21, 2013

Menningarnótt



Ég verð með sýningu í Evu tískuverslun á Laugavegi núna um helgina í tilefni af Menningarnótt.  Sýningin heitir Vatnadísir og samanstendur af tískumyndum sem teknar voru undir yfirborði vatns.

Sýningin er partur af dagskrá Menningarnætur og stendur yfir frá 23.-25. ágúst.


Arionbanki efndi einnig til götusýningar í tilefni af Menningarnótt og eru myndir eftir rúmlega 500 listamenn til sýnis í strætóskýlum borgarinnar.  Ég er einn af þessum listamönnum og má sjá myndina mína og staðsetningu strætóskýlisins hér;

Götusýning Arion



Ég vona að þið sjáið ykkur fært að mæta og líta herlegheitin augum :-)