Thursday, June 6, 2013
Vantar módel
Kæru vinir,
nú er ég komin inn í svokallaðan myndabanka. Þetta er kanadískur banki sem selur myndir eftir ljósmyndara úti um allan heim. Bankinn heitir Istockphoto og hægt er að kíkja á hann með því að smella á tengilinn.
Myndabankar virka þannig að ljósmyndarar, eins og ég hlaða inn myndum í gegnum heimasíðuna þeirra og svo getur hver sem er farið þar inn og keypt mynd. Myndirnar eru t.d. notaðar í auglýsingar, bækur og bæklinga svo fátt eitt sé nefnt.
Ég er að fara að mynda fullt fyrir þennan banka og vantar módel.
Mig vantar allar stærðir og gerðir af fólki, unga sem aldna, feita sem mjóa, dökkhærða, ljóshærða, rauðhærða...... hreinlega allar gerðir. Þeir sem taka þátt þurfa að skrifa undir svokallað "model release" sem gerir mér kleift að selja myndirnar.
Í staðinn fáið þið myndir út tökunni..... og ef þetta er myndataka þar sem engar myndir koma úr, þ.e. myndir sem þið getið nýtt ykkur persónulega þá fáið þið fría myndatöku í kaupbæti. Það er nefnilega oft sem ekki sést í andlit á þessum myndum svo þá fáið þið alveg auka myndatöku :-)
Ef þið hafið áhuga á að vera með þá megið þið endilega senda mér skilaboð á berglindjack1@gmail.com. Þið megið gjarnan senda mynd af ykkur eða þeim sem þið hafið hug á að taki þátt.... en ef það er eitthvað vandamál þá frekar sleppa því... allavega senda mér póst :-)
Una Lovísa
Þessi litla dama kom til mín um daginn. Hún var svo dugleg, fannst svo gaman að rugga sér í þessum ruggustól og dukkuvagninn var mjög vinsæll líka.
Subscribe to:
Posts (Atom)